Í desembermánuði fóru nemendur á fyrsta ári í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra í heimsókn til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki.  Nemendur fengu kynningu á ýmsu sem þar fer fram, svo sem vinnu með hjartalínurit, töku og meðferð á blóðprufum og hvernig unnið er með röntgenmyndir með nýrri tækni. Einnig fengu nemendur á lokaári heimsókn unglæknis sem kynnti starf sitt.

Heimsóknirnar voru hluti af átaksverkefni til að efla áhuga ungs fólks  á raungreinum og fjölga nemendum á náttúrufræðibraut í skólanum.

20101102092247562
Ljósmynd: www.hskrokur.is