Nemendur afhentu Sigurboganum 900.000 kr. styrk

Nemendur í 6.-10. Grunnskóla Fjallabyggðar hafa afhent Sigurboganum, styrktarfélagi Sigurbjörns Boga Halldórssonar, styrk að upphæð 900.600 krónur. Upphæðinni söfnuðu nemendur með áheitasöfnun. Sigurbjörn kom og veitti styrknum móttöku ásamt móður sinni og fleirum.

Sigurbjörn bauð svo nemendum upp á ljúffenga skúffuköku sem þakklætisvott.

Frá þessu er greint á vef Grunnskóla Fjallabyggðar.

Myndir: Grunnskóli Fjallabyggðar.