Nemendasýning í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Laugardaginn 10. desember bjóða nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga gestum og gangandi að koma og skoða verkefni frá haustönn skólans. Sýningin er að venju fjölbreytt og má meðal annars sjá: ljósmyndir, málverk, vídeóverk, verk úr listasögu, heimspeki, ensku og fleiri námsgreinum. Eldri borgarar í Fjallabyggð og nemendur syngja saman við opnun sýningarinnar kl. 13:00 en sýningin er opin til kl. 16:00 og stendur til 17. desember á opnunartíma skólans.

mtr