Nemendasýning í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Laugardaginn 9. desember kl. 13:00-16:00 verður sýning á verkum nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga. Á sýningunni gefur að líta afrakstur mikillar vinnu og sköpunar sem hefur farið fram á haustönn.  Að venju verður fjölbreytt sköpun á önninni gerð sýnileg með ýmsum hætti. Margskonar myndverk verða áberandi en einnig listrænar ljósmyndir, myndbönd og fleira.

Aðstaða til sýningarhalds hefur stórbatnað í skólanum með tilkomu salarins Hrafnavoga sem er hluti af nýrri viðbyggingu.

Sýningin stendur til útskriftar 16. desember og er opin á opnunartíma skólans.