Í gærkvöldi kom í ljós að nemandi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra væri smitaður af covid 19. Skólayfirvöld unnu að því fram á nótt að láta þá aðila sem þurftu að fara í sóttkví og smitgát, eftir ráðleggingum smitrakningarteymis, vita og því fór fjöldi nemenda og kennara í hraðpróf í morgun.

Vegna Covid-19 smits sem upp kom hjá nemanda Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra var skólahald í öryggisskyni fellt niður í dag föstudaginn 19. nóvember. Það skal tekið fram að kennsla verður með óbreyttum hætti í helgarnáminu.

Kennsla verður með hefðbundnu sniði mánudaginn 22. nóvember hjá öllum nemendum nema þeim sem eru í smitgát.

Þetta kom fram á vef skólans í dag.