Föstudaginn 2. maí fór fram stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar Grunnskólanna á Norðurlandi vestra. Keppnin hefur verið haldin árlega í 17 ár. Þrír nemendur frá Grunnskóla Fjallabyggðar komust í úrslitakeppnina og hafnaði einn þeirra í efsta sæti, en aðeins 15 nemendur komust áfram í úrslit. Aðrir nemendur úr Fjallabyggð voru: Sara María Gunnarsdóttir og Þorgeir Örn Sigurbjörnsson.

Í fyrsta sæti var Björn Vilhelm Ólafsson, Grunnskóla Fjallabyggðar, í öðru sæti var Páll Halldórsson, Höfðaskóla og í þriðja sæti var Guðjón Alex Flosason, Grunnskólanum á Hólmavík.  Undankeppni stærðfræðikeppninnar fór fram í mars síðastliðinn og tóku 170 nemendur frá Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni. Að þessu sinni komust 15 nemendur í úrslitakeppnina.

Stærðfræðikeppnin er samstarfsverkefni FNV, grunnskóla, stofnana og fyrirtækja á Norðurlandi vestra auk þess sem fyrirtæki utan kjördæmisins koma að verkefninu.

Þeir nemendur sem tóku þátt í úrslitum voru:

Anton Þór Einarsson, Höfðaskóla
Björn Vilhelm Ólafsson, Grunnskóla Fjallabyggðar
Elínborg Ósk Halldórsdóttir, Varmahlíðarskóla
Eyþór Hermannsson, Árskóla
Guðjón Alex Flosason, Grunnskóla Hólmavíkur
Gunnar Freyr Þórarinsson, Varmahlíðarskóla
Halldór Broddi Þorsteinsson, Árskóla
Heimir Sindri Þorláksson, Grunnskólanum austan Vatna
Hilmar Logi Óskarsson, Húnavallaskóla
Hjörleifur H. Sveinbjarnarson, Dalvíkurskóla
Kristrún Hilmarsdóttir, Blönduskóla
Páll Halldórsson, Höfðaskóla
Sabrina Rosazza, Dalvíkurskóla
Sara María Gunnarsdóttir, Grunnskóla Fjallabyggðar
Þorgeir Örn Sigurbjörnsson, Grunnskóla Fjallabyggðar