Mjólkursamsalan hefur frá árinu 1994 beitt sér fyrir eflingu móðurmálsins með fjölbreyttum leiðum og hafa stærstu og sýnilegustu verkefni okkar verið íslenskuátökin á mjólkurfernum MS. Mjólkurfernurnar hafa þannig verið nýttar sem vettvangur málræktar, tjáningar og sköpunar og því var ákveðið að endurvekja textasamkeppni grunnskólanema, Fernuflug, á haustmánuðum 2023.

Textasamkeppnin Fernuflug var haldin meðal grunnskólanema í 8.-10. bekk í september. Alls bárust 1200 textar frá landinu ölluÞað er ánægjulegt  segja frá því  nemandi í 8 .bekk Grunnskóla Fjallabyggðar, Elvar Orri Þorsteinsson, á einn af þeim 48 textum sem valdir hafa verið til birtingar á mjólkurfernum MS. Textinn fer á mjólkurfernurnar í upphafi nýs árs.

Þá voru einnig tveir nemendur í Grunnskóla Austan Vatna í Skagafirði  meðal textahöfunda,  Ylfa Marie Broddadóttir og Bettý Lilja Hjörvarsdóttir.

Mynd:Grunnskóli Fjallabyggðar