Nefndarbreytingar í Fjallabyggð

Á fundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 20. júní voru eftirfarandi nefndarbreytingar samþykktar.

 

  • Tillaga kom fram um að Ingvar Erlingsson yrði forseti bæjarstjórnar.
  • Tillaga kom fram um að Þorbjörn Sigurðsson yrði 1. varaforseti bæjarstjórnar.
  • Tillaga kom fram um að Egill Rögnvaldsson yrði 2. varaforseti bæjarstjórnar.
  • Tillaga kom fram um Sólrúnu Júlíusdóttur og Guðmund Gauta Sveinsson sem skrifara og Ólaf Helga Marteinsson og Sigurð Hlöðvesson til vara.
  • Tillaga kom fram um að aðalmenn í bæjarráði yrðu Þorbjörn Sigurðsson sem formaður, Helga Helgadóttir og Egill Rögnvaldsson. Til vara Ólafur H. Marteinsson, Ingvar Erlingsson og Sólrún Júlíusdóttir.

 

Ofangreindar tillögur voru samþykktar í bæjarstjórn Fjallabyggðar.