Naumt tap KF gegn Völsungi

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Völsungur frá Húsavík áttust við í Borgunarbikarnum í knattspyrnu karla í kvöld. Leikið var í Boganum á Akureyri þar sem heimavöllur KF er ekki enn tilbúinn. Liðin leika bæði í 1. deild karla í sumar, en bæði lið komust upp úr 2. deild karla í fyrra.

KF komst yfir á 38. mínútu með marki frá Nenad Zivanovic úr vítaspyrnu en Völsungur svaraði strax tveimur mínútum síðar með marki frá Ásgeiri Sigurgeirssyni. Staðan 1-1 í hálfleik. Á 87. mínútu komst Völsungur yfir með marki frá Gunnari Jósteinssyni  eftir að KF mistókst að hreinsa frá eftir hornspyrnu. Á annari mínútu uppbótartíma skoraði svo Ásgeir Sigurgeirsson sitt annað mark fyrir Völsung, og gulltryggði sigurinn, 1-3. KF er því dottið út úr bikarnum þetta árið, en Húsvíkingar halda áfram.

Byrjunarliðin er hægt að sjá hér.