Naumt tap hjá KF í fyrsta leik

KF lék við Fjölnismenn á Fjölnisvelli í dag kl. 16. Var þetta leikur í 1. umferð Íslandsmótsins í 1. deild karla.  Knattspyrnufélag Fjallabyggðar komst yfir á 30. mínútu með marki frá Kristni Þór eftir sendingu frá Páli Sindra sem komst einn inn fyrir flata vörn Fjölnismanna. Staðan var 0-1 í hálfleik fyrir KF en Fjölnismenn jöfnuðu leikinn á 54. mínútu með marki frá Aroni Sigurðarson, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik. Hann fékk sendingu frá Bergsveini Ólafssyni eftir góða sókn heimamanna.

Það leit allt út fyrir jafntefli en þegar að fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þá skoruðu Fjölnismenn sigurmarkið, 2-1 og leikurinn nánast búinn. Atli Már skoraði sigurmarkið eftir hornspyrnu heimamanna. Mikil dramatík á lokamínútu leiksins og KF menn svo sannarlega óheppnir að fá ekki stig úr þessum leik.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér. Viðtal við Lárus Orra þjálfara KF í lok leiks hér.