Náttúrustofa Norðurlands vestra án samnings við ríkið

Að beiðni sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar var stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra falið að kanna áhuga sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra um að koma að starfsemi NNV, en það er án samnings við ríkið og því fer engin starfsemi fram á hennar vegum nú um stundir.

Stjórn stofunnar hefur þó vilyrði frá umhverfisráðuneyti um að samningar verði teknir aftur upp á árinu 2014, ef sveitarfélög á svæðinu hafa áhuga á að koma að rekstri hennar.

Gert er ráð fyrir að heildarframlög sveitarfélaga yrði 4,65 m. kr. og gerir stjórn stofunnar að framlag myndi skiptast í hlutfalli við íbúafjölda.

Stjórn NNV hefur óskað eftir fundi með þeim sveitarfélögum sem hafa áhuga á að koma að starfsemi nýrrar stofu til að ræða nánari tilhögun og koma að samningagerð við ríkið.