Náttúrugripasafnið opnar í Pálshúsi í Ólafsfirði

Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði sem verið hefur í húsi Arion banka síðustu árin mun opna í Pálshúsi, Strandgötu 4 í Ólafsfirði. Hollvinir Pálshúss hafa staðið að framkvæmdum í húsinu undanfarin ár og mikil uppgerð hefur verið innan í húsinu. Formleg opnun safnsins verður helgina 27. – 28. maí.  Þar verður fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna þessa helgi.
Má þar meðal annars nefna opnun á myndlistasýningar Kristins G. Jóhannssonar, tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga og Karlakór Fjallabyggðar, Svava Jónsdóttir, Lísa Hauksdóttir og Ólöf Sigursveinsdóttir,