National Geographic Explorer kom óvænt til Siglufjarðar

Skemmtiferðaskipið National Geographic Explorer kom óvænt til hafnar á Siglufirði í gær með um 150 gesti, en skipið varð frá að hverfa vegna hafíss við Scoresbysund.  Skipið kom tvær ferðir til Siglufjarðar árið 2015 og aftur 2016 og er áætlað að skipið komi 17. júlí aftur til Siglufjarðar.  Skipið siglir meðal annars 10 daga hringferð um Ísland. Skipið er byggt árið 1982 og er 112 metra langt.  Skipið er nú statt á Vestfjörðum skammt frá Bíldudal.