Námskeiðið börn og umhverfi hjá Grunnskóla Fjallabyggðar

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 6. og 7. bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar verið á námskeiðinu Börn og umhverfi hjá umsjónarkennurum sínum, hjúkrunarfræðingi og skyndihjálparkennara ásamt því að fara í vettvangsferð á slökkvistöðina í Fjallabyggð. Á námskeiðinu nemendur um aldur og þroska barna, hættur og öryggi, umönnun barna, slysavarnir og skyndihjálp.  Fulltrúi frá Rauða krossinum á Akureyri veitti nemendum viðurkenningu að loknu námskeiði.

Mynd: fjallaskolar.is