Námskeið um vín og mat frá Chile haldið í Farskólanum

Dominique Plédel Jonsson og Jón Daníel Jónsson fræddu þátttakendur um vín og mat frá Chile

Föstudagskvöldið 7. október var haldið námskeið um vín frá Chile og mat, í Farskólanum, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. 20 þátttakendur sóttu námskeiðið. Dominique fræddi þátttakendur um landið Chile; vínræktina og helstu þrúgur. Jón Daníel töfraði fram rétti ættaða frá Chile.

Hugmyndin er að bjóða upp á tvö til fjögur námskeið af þessu toga árlega.