Námskeið í skíðagöngu á Siglufirði

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg halda skíðagöngunámskeið í sameiningu á Siglufirði eins og auglýst hafði verið en verið frestað í tvígang. Nú er veðurspáin hagstæð næstu tvo daga og því hefur verið ákveðið að hefja námskeiðið í þessari viku, þriðjudaginn 1. febrúar og miðvikudaginn 2. febrúar að Hóli, báða dagana kl. 17:30 – 18:30.