Námskeið í skíðagöngu á Ólafsfirði

Á heimasíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar kemur fram að á fimmtudaginn 9. febrúar hefjist námskeið í skíðagöngu fyrir fullorðna.

Farið verður yfir undirstöðuatriðin í skíðagöngu og mun Kristján Hauksson leiðbeina. Námskeiðið hefst eins og fyrr segir 9.febrúar kl. 20:00 og verður í 5-6 skipti, allt eftir þörfum og áhuga. Möguleiki er að fá leigð skíði, skó og stafi á vægu verði en námskeiðið sjálft kostar 4.000 kr. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Kristjáni í síma 892-0774 eða netfanginu  krihau@simnet.is