Námskeið í leður- og mokkasaum á Sauðárkróki

Gestastofa Sútarans býður uppá helgarnámskeið í leður og mokkasaum. Um er að ræða helgarnámskeið á saumastofunni í Gestastofu Sútarans Borgarmýri 5, 550 Sauðárkróki. Saumastofan er velbúin leður- og pelssaumavélum ásamt sníðaborðum og öllum þeim græjum sem þarf til að sauma úr fiskleðri, mokkaskinnum, lambaleðri og fleiru.

Þær helgar sem kennt verður:

7.-9. nóvember
14.-16. nóvember
28.-30. nóvember

Námskeiðslýsing:


Föstudagur: 16:00 – 20:00 námsgögn afhent, farið yfir öll efnin, kennsla á vélar og tæki, byrjað á grunngerð sniða.
Laugardagur: 9:00 – 16:00, unnið að þeim stykkjum sem ákveðið var að gera, svo sem töskum, púðum, fatnaði eða öðru sem hugurinn girnist
Sunnudagur: 10:00 – 13:00, stykkin kláruð og gengið frá

Inn í þessum vinnutíma eru matar og kaffihlé.  Helgarnámskeið kostar 9.500 og er miðað við 8 manns á hverju námskeiði.  Efni kaupir svo hver og einn eftir þörfum.
Skráning fer fram á emailið gestastofa@sutarinn.is eða í síma 512-8025.
Kennari er Anna Jóhannesdóttir.