Nám í hestamennsku á Sauðárkróki

Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki býður upp á nám í hestamennsku til stúdentsprófs á þremur árum og tveggja ára hestaliðabraut þar sem nemendur öðlast mikla þekkingu á flestu sem snýr að íslenska hestinum. Námið er fjölbreytt og skemmtilegt og tilvalið til að læra meira um reiðmennsku og hirðingu hestsins. Nám fyrir fólk á öllum aldri og ein ódýrasta reiðkennsla sem völ er á. Skráning er núna í fullum gangi á fnv.is.