Mynd: dalviksport.is

Arion banki í Fjallabyggð er styrktaraðili fréttaumfjallana um Knattspyrnufélag Fjallabyggðar í sumar.

Nágrannaliðin Dalvík/Reynir og KF úr Fjallabyggð mætast á Dalvíkurvelli í 3. deild karla, fimmtudaginn 5. júlí kl. 19:15. Völlurinn á Dalvík kom illa undan vetri eins og fleiri vellir á Norðurlandi, en völlurinn er allur að koma til. Það er ólíkt gengi liðanna í deildinni í sumar, en Dalvík/Reynir er í efsta sæti og hefur byrjaði mótið að krafti eftir að hafa styrkt sig með nokkrum nýjum mönnum í vor. Dalvík/Reynir hefur unnið 6 leiki og tapað tveimur á meðan KF hefur unnið 3 leiki og tapað 5. Vandræðin hjá KF hafa helst verið í markaskorun í sumar líkt og á síðasta tímabili, en Dalvík/Reynir á markahæsta mann mótsins til þessa, Nökkva Þórisson sem hefur gert 8 mörk. Hann mun vera í leikbanni í þessum leik. Tölfræðing sýnir okkur að miklar líkur eru á sigri heimamanna, en Dalvík/Reynir hefur unnið alla 3 heimaleiki sína í sumar og aðeins fengið á sig 1 mark í þeim en skorað 8. KF hefur hins vegar tapað öllum 4 útileikjum sumarsins í deildinni og skorað 1 mark og fengið á sig 8. Liðin hafa þó lengi fylgst að í deildum og hafa t.d mæst 2 sinnum í deildarkeppni á síðusta ári og hafa allt verið hörkuleikir. KF vann báða leikina í deildinni í fyrra gegn Dalvík/Reyni, 2-5 í Dalvík og 3-1 í Ólafsfirði.

KF hefur nýlega losað sig við einn erlendan leikmann, en það er Christopher Thor Oatman sem er frá Kanada, en hann er farinn aftur til heimalandsins.

Stuðningsmenn liðanna munu eflaust fylla stúkuna í þessum leik, enda alltaf mikil barátta og mörk í þessum leikjum. Nánar verður greint frá úrslitum leiksins hér á vefnum.