Í dag, föstudaginn 20. júní, verður  viðburður hjá Sundlaug Akureyrar vegna Jónsmessunnar. Opið verður til klukkan tvö eftir miðnætti og plötusnúðurinn VélArnar heldur uppi fjörinu auk þess sem krakkarnir á TVPHONIC taka lagið. Boðið verður upp á veitingar frá Emmesís, Kjarnafæði, Brauðgerð Axels og Vífilfelli.