Næsti leikur Knattspyrnufélags Fjallabyggðar er á sunnudaginn kemur þann 25. janúar. Er það annar leikur liðsins á Norðurlandsmótinu sem fram fer í Boganum á Akureyri. Leikurinn er gegn Leikni Fáskrúðsfirði en bæði lið eru án stiga eftir einn leik í keppninni. Leikurinn hefst kl. 16:15, og nánar verður fjallað um hann hér á síðunni.