Yfirhafnarvörður Fjallabyggðar leysti málin vel en í gær voru tvö skemmtiferðaskip á Siglufirði. Skipið Ocean Diamond kom kl. 8 og fór kl. 13 og var með 190 farþega, Sea Spirit kom kl. 9 og fór kl. 14 og var með 120 farþega. Næsta skemmtiferðaskip kemur á þriðjudaginn til Siglufjarðar, MV Sea Explorer. Alla komutíma skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar má finna hér á síðunni.

18526818132_26205b6914_z18531250165_33fe466f65_z