N1 mótið hafið á Akureyri

Í gær var fyrsti dagur N1 mótsins en þetta er 31. mótið í röðinni en fyrsta mótið var haldið árið 1987 og mótið er því orðið 30 ára. Keppt er í 7 mismunandi  deildum á 12 völlum. Alls verða 188 lið á mótinu og verður mótið í ár því það stærsta í sögunni.  Alls verða leiknir 792 leikir.

Meðal liða á Norðurlandi sem taka þátt eru Tindastóll, Dalvík/KF, KA, Þór, Völsungur og Magni.  Leikinn er 7 manna bolti á mini-völlum, leiktíminn er 2×15 mínútur og leikhlé er 1 mínúta.  Hægt er að fylgjast með völdum leikjum á KA-TV á Youtube.