N1 fótboltamótið á Akureyri

N1 mótið í fótbolta hófst í gær á Akureyri og er þetta þrítugasta N1 mótið sem er haldið.  Alls taka þátt 182 lið í 5 flokki karla sem koma frá 38 félögum um allt land. Spilaðir verða 741 leikur í 7 mismunandi deildum á fjórum dögum á 12 völlum. Mótið í ár er það stærsta til þessa.  N1 mótinu lýkur með glæsilegu lokahófi á laugardagskvöldið í KA-heimilinu.  Dagskrá og úrslit má finna á vef mótsins.

13501786_1633760980273612_5855808734916058177_n