Mývatnsmaraþon í júní

Mývatnsmaraþon verður haldið laugardaginn 3. júní 2017.  Hlaupið hefst og endar í Jarðböðunum við Mývatn og hlaupið verður eftir þjóðveginum í kringum Mývatn. Það reynir vel á þol og styrk hlaupara í Mývatnsmaraþoni þar sem endaspretturinn getur tekið verulega á.  Þátttakendur geta valið úr fjórum vegalengdum, maraþoni, hálfmaraþoni, 10 km og 3 km. Því ættu allir að finna eitthvað fyrir sitt hæfi.

Þeir sem ljúka keppni fá verðlaunapening, stuttermabol merktan hlaupinu, grillveislu og ókeypis í jarðböðin við Mývatn. Einnig verða veitt sérstök útdráttarverðlaun. Mývatnsmaraþon er frábær upplifun þar sem náttúran spilar stórt hlutverk. Upplýsingar í síma 464 4390. Tengiliður: Guðrún Brynleifsdóttir, e-mail: marathon@visitmyvatn.is