Myndlistasýning í tilefni 80 ára skjálfta í Dalvíkurbyggð

Nú stendur yfir myndlistasýning í Bergi menningarhúsi á Dalvík í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá mjög öflugum jarðskjálfta sem varð rétt utan Dalvíkur laugardaginn 2. júní 1934 en hann olli eyðileggingu á húsum á svæðinu. Þann dag, fyrir 80 árum, fæddist stúlka rétt við upphaf skjálftans og fékk hún nafnið Sigurveig. Sigurveig, eða Veiga eins og hún er kölluð, hefur fetað slóð listarinnar stóran hluta ævi sinnar og því fannst henni tilvalið að opna sýningu á verkum sínum í Bergi á 80 ára afmælinu sínu þann 2. júní síðastliðinn.

Sýningin er sambland af landslagsmyndum og kyrrlífsmyndum. Litirnir eru mjúkir og strokurnar mildar, næstum draumkenndar. Sýningin er opin til 3. júlí á opnunartíma hússins.

syning-i-Bergi

 

 

 

 

Heimild: dalvik.is