Síðasta sýningarhelgi SJÁVARSÝN í Listasafninu á Akureyri er núna 8. – 9. júní. Á sýningunni má sjá fjölmargar af perlum íslenskrar myndlistar. Hér gefur að líta úrval verka úr fórum Listasafns Íslands þar sem íslenskir listamenn hafa sótt innblástur sinn til hafsins og veitir sýningin áhugaverða yfirsýn yfir hvernig þeir hafa nálgast þetta viðfangsefni í gegnum tíðina.

Á þessari sýningu eru verk eftir marga af okkar þekktustu myndlistarmönnum á borð við Gunnlaug Scheving, Jón Engilberts, Ásgrím Jónsson og Kristínu Jónsdóttur.

LI_00103_HR-1024x744

 

Heimild: Listasafn Akureyrar.