Myndlistarsýning leikskólabarna á Siglufirði

Stjórn Foreldrafélags Leikskála á Siglufirði hefur árlega haldið myndlistarsýningu í Ráðhúsinu í Fjallabyggð. Vegna Covid-19 verður hún með breyttu sniði í ár og hefur henni verið komið fyrir í nokkrum gluggum í miðbæ Siglufjarðar. Listaverk barnanna eru til sölu og er þetta hluti af fjáröflun foreldrafélagsins.
Myndirnar eru sýnilegar á þessum stöðum:
Siglósport, Siglufjarðar Apóteki, veitingastaðnum Torginu, Pósthúsinu, Snyrtistofu Hönnu, Ljóðasetri Íslands og Tadasana Yoga.
Markmiðið foreldafélagsins með framtakinu er ekki einungis að safna pening heldur einnig að hvetja bæjarbúa út í göngutúr til að skoða fallegar myndir eftir börnin á leikskólanum.
Sýningin er liður í ljóðahátíðinni Haustglæður sem stendur yfir þessar vikurnar og er haldin í samstarfi við Umf Glóa og með styrk frá Fjallabyggð og Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.
Myndir og heimild: Ljóðasetur Íslands/Þórarinn Hannesson.