Myndlistarsýning í Hrísey um helgina

“Hvernig ég hitti skrímslið þitt” (How I met Your Monster) er yfirskrift sýningar sem Aurélie Grand frá Frakklandi heldur um helgina í Hrísey með dyggri aðstoð Laurent Roy frá Québec. Sýndar verða teikningar eftir Aurélie sem eru innblásnar af Íslandi, Hrísey og ótrúlegum vetrarveðrum sem mætt hafa listamönnunum hér á landi.

Listamennirnir hafa dvalið í Gamla skóla í desember en sýningin er haldin í húsi Hákarla Jörundar og stendur frá föstudegi til sunnudags. Opið verður alla dagana frá kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis.