Myndlistarkonan Aðalheiður Eysteins fær listamannalaun

Myndlistarkonan úr Fjallabyggð, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sem þekktust er fyrir tréskúlptúrana sína og Alþjóðlega samvinnuverkefnið Reitir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, hlýtur listamannalaun í 9 mánuði úr launasjóði myndlistarmanna. Alls var sótt um yfir 10.000 mánuði en úthlutað var rúmlega 1600 mánaðarlaunum. Alls bárust 769 umsóknir til Mennta-og menningarmálaráðuneytisins.

Samkvæmt fjárlögum 2015 eru mánaðarlaunin 321.795 kr og er um verktakagreiðslur er að ræða.

20140614_160349Drekinn frá Aðalheiði