Myndir frá Sápuboltamótinu í Ólafsfirði

Sápuboltamótið í Ólafsfirði fór fram í gær. Yfir 100 þátttakendur voru á mótinu. Spilað var á tveimur völlum í fimm riðlum.  Að loknu móti var haldið lokahóf og einnig Sápuboltaball í menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði.

Töluvert var af fólki af öllum aldri að fylgjast og var búið að koma fyrir heitum pottum á hliðarlínunni ásamt samkomutjaldi. Mótið fór fram á æfingasvæði við Ólafsfjarðarvöll. Skúli Pálsson tók myndir á vettvangi.