Myndir frá Sápuboltamótinu í Ólafsfirði

Sápuboltamótið í Ólafsfirði hófst á hádegi í dag en mótið hefur verið haldið síðustu árin og sett svip á miðbæ Ólafsfjarðar. Fjölskyldur og gestir heimsækja mótið og sjá má fjölbreytta búninga á hverju ári hjá keppnisliðunum. Mótið er með breyttu sniði í ár og eru færri keppendur vegna takmarkana í samkomubanni. Keppt er á þremur völlum í fimm riðlum en alls voru 20 lið í ár, og er mótið fyrir 18 ára og eldri.

Keppendur létu ekki rigningu og kulda hafa áhrif á mætinguna, og var hart barist í öllum leikjum.

Myndir með fréttinni tók Jón Valgeir Baldursson, og eru birtar með hans leyfi.

Myndir: Jón Valgeir Baldursson