Myndir frá Jólakvöldi í Ólafsfirði

Jólakvöld var haldið í Ólafsfirði föstudaginn 9. desember síðastliðinn. Miðbærinn var lokaður fyrir umferð og hluti Aðalgötunnar var gerður að göngugötu. Jólavarningur var til sölu í jólahúsunum og einnig í Pálshúsi, Gallerí Uglu og smíðakompu Kristínar Trampe, en þessi fyrirtæki höfðu opið fram á kvöld í tilefni dagsins. Kápukórinn rölti um og söng fyrir gesti og gangandi.  Skúli Pálsson tók myndir sem fylgja fréttinni.