Myndir af hreinsunarstörfum í Skarðsdal eftir flóðið

Fjölmargir starfsmenn Skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði auk sjálfboðaliða frá Skíðafélagi Siglufjarðar Skíðaborgar auk verktaka hafa í allan dag unnið að því að bjarga verðmætum og hreinsa til á skíðasvæðinu. Mikil eyðilegging er á svæðinu en þó fundust hlutir sem voru óskemmdir eins og myndir sýna.
Þórarinn Hannesson var á vettvangi í dag ásamt fleirum sjálfboðaliðum og tók hann þessar myndir sem eru birtar með hans góðfúslegu leyfi.