Myndaspyrpa frá ReyCup af KF og Dalvík kvennaliðinu

Sameiginlegt lið KF/Dalvíkur lék nokkra leiki í gær og náði ljósmyndari vefsins nokkrum myndum af þessum frábæru krökkum. Riðlakeppninni lýkur í dag og spila liðin nokkra leiki. Veður hefur aðeins breyst en í gær var milt veður og þurrt, en í nótt hefur rignt mikið og enn eru skúrir í Reykjavík.

Kvennaliðið leikur við Grindavík í dag. Strákarnir í 4. flokki-C leika við Þrótt og FH í riðlakeppninni. Síðdegis verður leikið um sæti og skýrist þá hvort liðin leiki fleiri leiki í dag eftir þessi úrslit.

Myndasyrpa 4. flokkur kvenna KF/Dalvík.