Munir frá Sparisjóði Siglufjarðar til Héraðsskjalasafnsins

Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar hefur fengið afhenta muni úr eigu Sparisjóðs Siglufjarðar til varðveislu. Arion banki tók nýverið yfir reksturs sjóðsins og fluttu í nýtt húsnæði.

Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir hafa verið dugleg við að afhenda Héraðsskjalasafni Fjallabyggðar skjöl og muni til varðveislu í ár, en safnið hefur fengið þrettán afhendingar á þessu ári, bæði stórar og smáar.  Stöðug vinna er í skráningu þessara skjala og muna og þannig er íbúum og öðrum sem áhuga hafa á sögu Fjallabyggðar gert auðveldara fyrir við öflun gagna.

Þá er hægt að skoða vefinn einkaskjalasafn.is en þar er hægt að sjá hvað búið er að skrá af einkaskjalsöfnum íbúa í Fjallabyggð.

Heimild: Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar
12938281_462064210654252_2051342274372933564_n
Mynd: Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar