Múlagöng lokuð þrjár nætur í vikunni

Múlagöng verða lokuð í þessari viku vegna vinnu verktaka í þrjár nætur þ.e. aðfaranætur miðvikudags, fimmtudags og föstudags frá kl. 23.00 og til kl. 06.30 . Reiknað er með að þetta verði síðustu næturlokanir í þessu verki.
Það skal tekið fram að viðbragðsaðilar geta farið um göngin án tafa þó lokun standi yfir. Vegagerðin vonar að vegfarendur taki þessu vel og sýni ýtrustu aðgát við akstur á meðan framkvæmdum stendur, fyrir og eftir lokanir.