Múlaberg SI 22 hefur hvatt Ísland og Fjallabyggð og hefur verið selt til niðurrifs.  Skipið er nú á siglingu til Gent í Belgíu. Skipið lagði af stað síðdegis frá Þórshöfn og mun koma til Belgíu eftir helgina. Skipið var smíðað í Japan árið 1973 og reyndist Rammanum vel í öll þessi ár.