MTR tapaði gegn MA í Gettu betur

Menntaskólinn á Tröllaskaga keppti gegn Menntaskólanum á Akureyri um helgina í spurningaþættinum Gettu betur sem er á Rás 2.  MTR fékk 6 stig gegn 27 stigum MA.  Keppnin fór fram í Háskólanum á Akureyri. M.A er því kominn í aðra umferð og mætir þar Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, sunnudaginn 26. janúar kl. 21. Sigurliðið úr þeirri viðureign fer í 8 liða úrslit.