Menntaskólinn á Tröllaskaga auglýsir eftir framhaldsskólakennara til að kenna stærðfræði og raungreinar. Í umsókn skal gera grein fyrir menntun og fyrri störfum og er krafist kennsluréttinda á framhaldsskólastigi og menntunar á því sviði sem kennslan snýr að.
Leitað er að starfsmönnum sem hafa frumkvæði, eru sjálfstæðir í vinnubrögðum og vilja taka þátt í uppbyggingu náms með dreif- og fjarnámssniði og í samræmi við ný lög um framhaldsskóla (nr. 92/2008). Eftirsóknarvert er ef umsækjendur hafa menntun, þekkingu og reynslu sem nýtist skólanum umfram það starf sem er auglýst.
Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast Láru Stefánsdóttur skólameistara í netfangið lara@mtr.is
Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 26. mars 2017. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í netfanginu lara@mtr.is sími 460-4240.