Menntaskólinn á Tröllaskaga tekur þátt í Comeniusarverkefni með þremur skólum frá  Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Verkefni þetta snýst um vatn og mikilvægi þess fyrir lífríki og samfélag manna. Verkefnið mun standa í tvö ár og felur í sér nemendaheimsóknir. Von er á 2o manna hópi til Íslands í september frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi og dvelja þeir í MTR í eina viku.

Menntaáætlun ESB styrkir verkefnið um 4 milljónir króna.

Erlendu nemendurnir munu læra ljósmyndun, ferðast um Tröllaskaga og kynnast nemendum MTR.