MTR hlaut styrk úr Sprotasjóði

Hlutverk Sprotasjóðs er að við styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Á dögunum var úthlutað úr sjóðnum og hljóta alls 38 verkefni styrki að þessu sinni. Heildarupphæð styrkjanna eru rúmlega 54 milljónir kr. Áherslusvið styrkveitinganna nú eru á verklegt nám, vellíðan og menntun fyrir alla. Alls bárust 83 umsóknir um styrki úr sjóðnum og var heildarupphæð umsóknanna rúmar 190 milljónir.

Menntaskólinn á Tröllaskaga hlaut styrk fyrir verkefnið Skapandi íslenska – MTR krakkarásin, að upphæð 1.000.000 kr.