MTR hlaut Erasmusstyrk

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur ásamt tveimur framhaldsskólum á Ítalíu og Spáni fengið 11 milljón króna Erasmusstyrk til samstarfsverkefnis. Markmið þess er að finna leiðir til að efla nemendur til að takast á við framtíðina í hörðum heimi. Um níutíu nemendur taka þátt í verkefninu sem unnið verður á tveimur árum. Þetta eru landsbyggðakrakkar sem mörg hver munu í framtíðinni þurfa að búa til eigin tækifæri til framfærslu. Ætlunin er að draga fram styrkleika og hæfni í nemendahópunum og nýta til þess eiginleika skólakerfisins í hverju landi ásamt umhverfi og samfélagi á hverjum stað. Vinnan í verkefninu tengist meðal annars vistvænni ferðaþjónustu, listum, íþróttum, útivist og upplýsingatækni. Andinn í verkefninu einkennist af þátttöku og samstarfi við að þróa viðskiptahugmyndir sem geta veitt lífsviðurværi í sjálfbærum samfélögum á ólíkum stöðum. Markmiðið er að efla frumkvæði og auka líkur á að ungmenni skapi sér framtíð á æskuslóðum. Annar samstarfsskólinn er í Castel di Sangro um miðbik Ítalíu en sá spænski er á Lanzarote, sem er ein Kanaríeyjanna. Starfsmenn munu MTR stýra verkefninu.

Þetta kemur fram á vef MTR.is