MTR hlaut Erasmus styrk

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur hlotið Erasmus+-styrk fyrir verkefnið „Skapandi og nýstárlegar lausnir í menntun“ sem er í flokknum „Nám og þjálfun“. Upphæð styrksins eru rúmar 1.600.000 kr. sem nýta þarf innan árs. Umsókn skólans fékk 85 stig af 100 mögulegum. Umsjónarmaður verkefnisins er Ida Semey.

Vilyrði liggur fyrir frá þremur dönskum framhaldsskólum um að taka á móti kennurum Menntaskólans. Nám kennaranna felst í því að fylgjast með kennslu í sérgrein sinni hjá kennara eða kennurum í móttökuskólunum í eina viku. Styrkfjárhæðin nægir til að sex kennarar geti nýtt þetta tækifæri.

1431695599_img_4110Heimild: mtr.is