Menntaskólinn á Tröllaskaga var fyrsti framhaldsskóli landsins til að taka upp skylduáfanga í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Það er Tröllaskagaáfangi. Einn annar skóli, Verzlunarskóli Íslands, hefur nú gert slíkt námskeið að skyldu fyrir alla nemendur. Þetta kemur fram á heimasíðu MTR.

Tröllaskagaáfangi er nú kenndur í fimmta sinn. Námið byggist að hluta á framlagi frumkvöðla í nærsamfélaginu og hafa margir hverjir komið og haldið fyrirlestur fyrir nemendur áfangans.

Einkunnarorð skólans eru: Frumkvæði, sköpun, áræði.

Áfangalýsingu Tröllaskagaáfanga má lesa hér.

Heimild: www.mtr.is