MTR fær erlendan styrk

Menntaskólinn á Tröllaskaga og jóskur framhaldsskóli og hafa fengið styrk frá Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar, Nordplus, að upphæð 5,5 milljónir króna. Samstarfsverkefni skólanna snýst um að samþætta náttúrufræði, útivist og íþróttir og dönsku. Tveir hópar taka þátt í verkefninu, annar í Menntaskólanum á Tröllaskaga, hinn í Fjordvang Ungdomsskole á Jótlandi í Danmörku.

Samskiptamál í verkefninu er danska. Undirbúningurinn fer fram á netinu en hóparnir hittast tvisvar á skólaárinu 2015-16, einu sinni í hvoru landi. Hið náttúruvísindalega þema er sjálfbær orka og verður kastljósinu beint að vindorku á Jótlandi og jarðvarma á Norðurlandi. Kennslan mun að verulegu leyti fara fram úti og verða íþróttir sem stundaðar eru utandyra hluti verkefna. Fjordvang Ungdomsskole stýrir verkefninu en MTR er samstarfsskóli.

mtr

Texti: mtr.is