Mótorkrossbraut byggð á Ólafsfirði

Vélsleðafélag Ólafsfjarðar hefur óskað eftir að fá úthlutað svæði undir mótorkrossbraut vestan Óss í Ólafsfirði í samræmi við gildandi aðal- og deiliskipulag.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt tillöguna og hefur falið íþrótta- og tómstundafulltrúa Fjallabyggðar að útbúa samning í samræmi við reglur bæjarfélagsins sem tekur m.a. á þeim málum sem fagnefnd leggur áherslu á við yfirferð og skoðun á málinu.

Til viðbótar hefur Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkt umsókn um leyfi til að halda Mótorkrossmót þann 2. júní 2012 í Fjallabyggð. Mótið er liður í röð móta til Íslandsmeistara í vélhjólaakstri.