Árlega Kjarnafæðismótið fer af stað í byrjun desember og stendur í nokkra mánuði. Leikið verður í Boganum á Akureyri og er keppt í A og B deildum karla auk kvennadeildar. KF er í A deild í B-riðli og mætir KA-2, Samherjum, Völsungi og Þór. Nánar verður greint frá leikjum KF hér á síðunni og einnig verður laust auglýsingapláss fyrir styrktaraðila.
Nánari niðurröðun leikja kemur síðar en riðlarnir þetta árið eru klárir og eru eftirfarandi:
A deild karla: A-riðill
– KA
– KFA
– Kormákur/Hvöt
– Magni
– Þór2
A deild karla B-riðill
– KA2
– KF
– Samherjar
– Völsungur
– Þór
B deild
– KA3
– KA4
– Tindastóll
– Þór 3
Kvennadeild:
– FHL
– Tindastóll
– Völsungur
– Þór/KA
– Þór/KA2