Einn stærsti skipadagur sumarsins á Akureyri verður á morgun 5. júní. Þá koma tvö stór skemmtiferðaskip til Akureyrar og er annað þeirra Adventure of the Seas, stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Íslands með um 3.000 farþega og 1.000 manns í áhöfn. Skipið stoppar á Akureyri á leið sinni til Noregs.

Á morgun koma því til bæjarins um 5.000 farþegar með skemmtiferðaskipum, auk áhafna. Búast má við miklum fjölda gesta í bænum en sjálfsagt leggja einnig margir leið sína í Mývatnsveit, að Goðafossi og í Laufás í skipulögðum ferðum.

Heimild: www.akureyri.is